Á Annan Veg

Lýsing

ÍSLAND
Á ANNAN VEG / EITHER WAY

Græna ljósið kynnir Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í Bíó Paradís 14. – 20. September.

Á miðjum níunda áratugnum dvelja Finnur og Alfreð, tveir starfsmenn Vegagerðarinnar, sumarlangt á afskekktu svæði á norðurhluta landsins og mála línur á malbikaða vegi sem teygja sig inn í sjóndeildarhringinn.

Þar sem þeir hafa einungis félagsskap hvors annars verða óbyggðirnar staður ævintýra, stormasamra atburða og uppgötvunar þar sem báðir menn standa á krossgötum í lífi sínu.

Myndin hefur nú þegar verið endurgerð í Hollywood, undir nafninu Prince Avalanche, af leikstjóranum David Gordon Green, sem á að baki myndir á borð við Your Highness, Pineapple Express og The Sitter.

Drama / 89mín / Íslenska, enginn texti

Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Handrit: Hafsteinn Gunnar Sigurdsson
Framleiðendur: Davíd Óskar Ólafsson og Árni Filippusson

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar