Stopp - Gætum garðsins !

Um viðburðinn

Viðburður 18. mars 2014
Noah frumsýnd í Egilsbíó kl. 17:30  - Darren Aronofsky verður viðstaddur
Athugið aðeins 15.900 kr. miðar gilda á frumsýningum Noah!

Stórtónleikar í Eldborg fram koma: Highlands, Patti Smith, Mammút, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Björk, Samaris og Lykke Li.
Söfnun fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands

Kvikmyndin Noah verður frumsýnd í Egilsbíó þriðjudaginn 18. mars nk. Frumsýningin er liður í viðburðinum Stopp – Gætum garðsins! sem er samvinnuverkefni Darren Aronofsky, Bjarkar, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands. Auk frumsýningarinnar verður blásið til stórtónleika í Hörpu að kvöldi sama dags. Athugið aðeins miðar á 15.900 kr. gilda á frumsýningu Noah. Aðrir miðar eru aðeins í Eldborg.

Frumsýningin í Egilsbíó verður kl. 17:30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:30 en húsið opnar 30 mínútum fyrr. Takmarkað magn miða er í boði á bæði kvikmyndasýninguna og tónleikana. Athugið - miðar á bíómyndina óskast sóttir í Hörpu frá og með 12. mars til 18. mars!

Allir listamenn gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar.

Þeir tónlistamenn sem fram koma á hljómleikunum eru: Highlands, Patti Smith, Of Monsters and Men, Samaris, Retro Stefson, Björk, Mammút og Lykke Li.

Við tökur á myndinni Noah lagði Darren mikla áherslu á valda engu raski á náttúrunni. Kvikmyndin Noah var tekin hér á Íslandi sumarið 2012 og aðstandendur myndarinnar vilja styðja starf Náttúruverndarsamtakanna og Landverndar.

Sérstakur söfnunarreikningur hefur verið opnaður og renna öll framlög beint til Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands: kt. 640971-0459/0301-26-302792