90s Partý 2008

Um viðburðinn

No Limits kynna:
90's PARTÝ Á GAMLÁRSKVÖLD!!!

Það er kærkomið tilhlökkunarefni í kreppunni að frábært partý er á næsta leiti.

Eins og síðastliðin tvö ár halda halda DJ Kiki-Ow og DJ Curver brjálað 90's Partý á Nasa á gamlárskvöld. Troðfullt hefur verið í öllum seinustu partíum og frábær stemning. Fyrir skemmstu heimsótti goðsögnin Haddaway okkur á klakann og tróð upp í 90's partýi við magnaðar viðtökur. Kvöldin hafa svo sannarlega slegið í gegn og eru löngu búin að stimpla sig inn sem stærsti og skemmtilegasti áramótaviðburður skemmtanalífsins. Myndast hefur fastur hópur gesta sem mætir á hvert einasta 90's kvöld í Rave-fötum og dansar sig vitlaus á meðan 2000 'glowsticks' er dreift um húsið.

Nú er um að gera að gleyma ástandinu í eina kvöldstund og fagna nýju ári og betri tíð um leið og við kveðjum svartasta ár Íslandssögunnar.

Partýið hefst kl. 01:00 eftir miðnætti.

Miðasalan hefst 15. desember og búist er við að miðarnir renni út eins og heitar lummur. Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur miða snemma. Í fyrra seldust miðarnir upp í forsölu.
Bacardi Razz færir ykkur 90's Partýið

20 ára aldurstakmark.

ATH keyptir miðar á midi.is verða afhendir við inngang í kvöld/nótt þegar húsið opnar.
Netsölu á midi.is lýkur á miðnætti.