Sigrún spilar Sjostakovitsj

Um viðburðinn

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sigrún spilar Sjostakovitsj

Stjórnandi: Pietari Inkinen
Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir
Dmitríj Sjostakovitsj: Fiðlukonsert nr. 1
Jean Sibelius: Sinfónía nr. 2

Pietari Inkinen vakti gríðarlega hrifningu hljóðfæraleikara og tónleikagesta er hann stjórnaði SÍ í febrúar 2010 og var honum samstundis boðið að koma aftur við fyrsta tækifæri. Önnur sinfónía Sibeliusar er hans vinsælasta, og ekki að ástæðulausu. Vorið 1900 dvaldi hann á Ítalíu þar sem hann töfraði fram glaðlega tóna sinfóníunnar. Sigrúnu Eðvaldsdóttur er varla þörf á að kynna. Hún hefur löngu spilað sig inn í hjörtu landsmanna með tilfinningaþrunginni túlkun. Fyrri fiðlukonsert Sjostakovitsj er eitt hans áhrifamesta verk, og einn glæsilegasti fiðlukonsert 20. aldarinnar. Þó varð hann til á einhverjum erfiðasta tímanum á ferli tónskáldsins.