Amazing Home Show - Fyrirtækjadagur

Um viðburðinn

Föstudagurinn 19. maí 2017 er sérstakur fyrirtækjadagur (B2B ).     Þar er markhópurinn á sýninguna hönnuðir, arkitektar, byggingaraðilar, lánveitendur, iðnaðarmenn, hótel og gistihúsaaðilar, eigendur og stjórnendur fyrirtækja sem tengjast þemum sýningarinnar.    

Formleg opnun sýningarinnar verður kl. 17:00 sama dag.

Amazing Home Show verður ein af stærstu sýningum sem haldnar hafa verið hér á Íslandi fyrir almenning.

Á sýningunni verður áherslan lögð á nútímaheimilið að innan sem utan, framkvæmdir og viðhald, fjölskylduna og frístundir hennar, hönnun, nýsköpun, ásamt áhugaverðum kynningum og skemmtilegri dagskrá.

Á sýningunni gefst gestum sýningarinnar kostur á að kynna sér það nýjasta á markaðinum á einum stað auk þess að nýta sér frábær tilboð sem sýnendur bjóða upp á sýningunni.

Fyrirtækjamiðinn gildir jafnframt alla helgina.

Sjáumst í Höllinni í maí!