Tapas- og vínsmökkunarnámskeið á Tapasbarnum

Um viðburðinn

Tapas- og vínsmökkunarnámskeið Tapasbarsins

Í haust byrja aftur gífulega vinsælu Tapas og vínsmökkunarnámskeið Tapasbarsins.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir bæði einstaklinga og vina- eða starfsmannahópa. Aðaláherslan í námskeiðunum verður á að hafa gaman…saman.

Um námskeiðið sjá vínsnillingar Tapasbarsins ásamt Stefáni Inga Guðmundssyni víngúrú og Íslandsmeistara barþjóna 2015.

Smakkaðar eru 10 tegundir af sérvöldum vínum með 13 mismunandi tapasréttum og farið yfir galdurinn að para saman vín og mat.

Meðal rétta sem smakkaðir eru:

Ekta spænsk serrano,
Kolkrabbi
Saltfiskur
Beikonvafðar hörpuskeljar og döðlur
Hvítlauksbakaðir humarhalar
Iberico secreto
Lamb í lakkrís
Ofl. 

Námskeiðin eru haldin á fimmtudögum frá 16 til 18.
Námskeiðið kostar 6.900 kr. 

Allar nánari upplýsingar má finna á tapas.is og í síma 551-2344.