Grease - Singalong!

Um viðburðinn

Gamla Bíó ætlar að skella sér aftur í bíó búning og sýna singalong útgáfu af myndinni Grease 22. júní kl.20:00. Komdu, syngdu og dansaðu með okkur!

 Grease er söngleikur sem fjallar um ástfangna unglinga á sjötta áratug síðustu aldar. Sögusviðið er Kalifornía árið 1959 og töffarinn Danny Zuko og hin ástralska Sandy Olsson verða ástfangin. Þau kynnast á ströndinni um sumarið áður en skólinn byrjar, en þegar skólinn byrjar þá uppgötva þau að þau eru bæði í sama skólanum, Rydell High. Danny er leiðtoginn í töffaragenginu T-Birds, en Sandy er með Pink Ladies genginu, sem Rizzo leiðir. Þegar þau hittast fyrst í skólanum er ljóst að Danny er ólíkur stráknum sem hún kynntist um sumarið. Þau reyna hinsvegar að líkjast hvoru öðru, svo þau geti verið saman.