Hjólað til tækifæra

Um viðburðinn

Hjólað til tækifæra - kvennahjólreiðar

Taktu þátt í skemmtilegri kvennareið til styrktar góðu málefni:

Við ætlum að verja einu sumarkvöldi saman og hjóla um miðborgina í hópi skemmtilegra kvenna.  Þú klæðir þig í eitthvað rautt, grípur hjólið og mætir í kvöldhjólreiðaferð til styrktar Menntunarsjóði Kvenna sem Mæðrastyrksnefnd heldur utan um. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur til að afla sér menntunar og gefur þeim þannig tækifæri til að styrkja sig á vinnumarkaðinum.

Þrjú miðaverð eru í boði og þú ræður sjálf hvaða verð þú vilt borga fyrir þátttökuna. En möguleikar á vinning aukast með hverju verði. Verð 1 gildir fyrir einföldum happdrættismiða, verð 2 fyrir tvöföldum og verð 3 fyrir þreföldum happdrættismiða. Allur ágóði rennur í Menntunarsjóðinn. 

Miðaverð
Verð 1:  1.500.- kr. (einfaldur happdrættismiði)
Verð 2   2.000.- kr. (tvöfaldur happdrættismiði)
Verð 3:  2.500.- kr. (þrefaldur happdrættismiði)

Frítt fyrir yngri en 18 ára

Dagsetning
22. Júní 2017 -  Kl. 20:00

Allir taka þátt
Allir sem vilja geta verið með. Það er ekkert aldurstakmark á skemmtunina Börn undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Svona fer hjólreiðatúrinn fram
Þú klæðir þig í eitthvað rautt, tekur hjólið og mætir í Hörpuna kl. 20 þann 22. júní. Þar verða afhent númer sem gilda sem happdrættisnúmer í lok hjólreiðatúrsins. Hjólað verður í u.þ.b. klukkustund með einu stuttu hressingarstoppi þar sem Vífilfell mun bjóða upp á veitingar. Í lokin verður endað á Kaffi Slipp með skemmtun og vinningsnúmer dregin út. Hægt verður að kaupa sér drykki á “happy-hour” verði. Aðalatriðið er samt að með þessu er verið að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Svo er líka um að gera að efla tengslanetið og hafa gaman saman. Sumarið er tíminn.