Konfektnámskeið - 20 ára afmæli

Um viðburðinn

Frábært 20 ára afmælis námskeið sem svíkur engan. Allt hráefni er innifalið ásamt konfektformunum sjálfum.

Um námskeiðið:

Farið er í alla grunnþætti konfektgerðar s.s. gerð fyllinga, steypingu í konfektform og temprun á súkkulaði.
Þátttakendur búa til sína eigin mola og taka með sér heim.
Allt hráefni er innifalið í námskeiðsgjaldinu ásamt konfektforminu sjálfu.

Það sem að fólk þarf að hafa með sér er svunta og ílát undir afraksturinn. 

Námskeiðið er um 1 klst. og er frá kl: 18:00 – 19:00 og er haldið í Súkkulaðivagninum sem er staðsettur hér.

Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri.

Halldór Kristján og Hrafnhildur Anna halda námskeiðin, bæði eru þau menntaðir bakarar og konditorar