Syngjum saman: Þráinn Árni Baldvinsson leiðir samsöng

Um viðburðinn

Söngstund fyrir alla fjölskylduna! Textum varpað á tjald og tónlistarmaður leiðir sönginn.

Í þetta skiptið höfum við fengið engan annan en Þráinn Árna Baldvinsson til að leiða Syngjum saman, en landsmenn þekkja hann best sem gítarleikara þungarokkssveitarinnar Skálmaldar. Hann mun leika úrval þekktra þjóð- og dægurlaga;. jólalög, dægurlög og perlur liðinna tíma.

Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr. Veitingahúsið á hæðinni fyrir ofan er opið frá 11-17 fyrir helgarbröns, kaffi, kökur og meðlæti.