Syngjum saman: til heiðurs KSU Úlfljótsvatni

Um viðburðinn

Syngjum saman til heiðurs KSU Úlfljótsvatni á árum áður. Ólafía, Ævar og Örvar Aðalsteinsbörn stjórna söngstundinni ásamt Guðmundi Pálssyni. Klukkutíma söngstund þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir fjöldasöng. Lagalistinn er ættaður frá KSU skátaskólanum á Úlfljótsvatni sem var starfræktur í áratugi á vegum Bandalags íslenskra skáta.