Syngjum saman: Pálmar Ólason stýrir fjöldasöng

Um viðburðinn

::: Syngjum saman: Söngstund fyrir alla fjölskylduna! Textunum er varpað á tjald og tónlistarmaður leiðir sönginn. :::

Það er enginn annar en píanistinn Pálmar Ólason sem stjórnar annarri söngstund haustsins. Pálmar á að baki blómlegan feril í helstu dægurlagasveitum Íslands, og lék m.a. með Ellý Vilhjálms og Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Pálmar hefur einnig verið píanóleikari Hannesarholts á Fimmtudagskvöldum í vetur, við góðar undirtektir.

Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr. Miðasala á midi.is og hlekknum hér að neðan. Viðburðurinn hefst kl. 14:00 og stendur í klukkustund.

Opið er í Veitingastofum Hannesarholts fyrir og eftir viðburðinn og því tilvalið að hittast í helgarbrunch eða kaffi og köku, fyrir eða eftir sönginn.