Kvöldstund með Pálma Gunnarssyni

Um viðburðinn

Pálma Gunnarsson, söngvara og bassaleikara Mannakorns, þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hann mætir til okkar í Hannesarholt fimmtudagskvöldið 23 nóvember, og mun fjalla um tónlistarferilinn ásamt því að syngja nokkur vel valin lög.

Með honum í för verður Þórir Úlfarsson, píanóleikari og upptökustjóri, en þeir félagar hafa unnið ófá verkefnin saman á liðnum áratugum. 

Opið er í Veitingastofum Hannesarholts fyrir viðburðinn, og því tilvalið að fá sér léttan kvöldverð fyrir viðburð. Fiskisúpa, léttir grænmetisréttir og Happy Hour milli kl. 17 og 19. Borðapantanir í síma 511-1904.