RIMC (Reykjavik Internet Marketing Conference) 2018

Um viðburðinn

Taktu daginn frá fyrir RIMC 2018!! Reykjavík Internet Marketing Conference verður haldin í 15. sinn.

Þann 23. mars 2018 vilt þú hvergi annars staðar vera en á Hótel Natura að drekka í þig fyrirlestra um markaðssetningu á netinu! RIMC-ráðstefnan er núna haldin í 15. sinn og eins og alltaf verða fyrirlesararnir fyrsta flokks.

Fyrirlesaralistinn er ekki 100% staðfestur en hér er dæmi um fyrirlesara sem við höfum í sigtinu. 

Nýir fyrirlesarar sem bæst hafa í hópinn:
Takin Kropp, umsjónarmaður samfélagsmiðla hjá Nordic Choice Hotels
Þór Matthíasson og Kristján Már Hauksson tala um herferðina „Sweden on AirBnB - Media Execution Case“
Rickard Lawson, svæðisstjóri hjá Strossle í Noregi
Dixon Jones, evangelist hjá Majestic

Aðrir fyrirlesarar eru:
Swan Sit, varaforstjóri Global Digital hjá Revlon / Elizabeth Arden
Fernando Angulo, evangelist hjá SEMrush
Pia Ølstad and Linus Hjellström, hugmyndasmiðir hjá SMFB koma til með að fjalla um tilviksrannsókn á IKEA/Winter Is Coming herferðinni
Purna Virji, yfirmaður viðskiptavinaþróunar og sérfræðingur þjálfunar hjá Bing ads
Johan Thorbjörnsson, í fararbroddi hjá DoubleClick í Noregi
Haukur Jarl og hans teymi, en Haukur er yfirmaður árangurs- og frammistöðudeildar á alþjóðavísu hjá Delivery Hero
Erol Soyer, stofnandi og framkvæmdastjóri ProgRoxy
Jon Myers, evangelist hjá DeepCrawl