Íslandseggið - Páskaeggjanámskeið

Um viðburðinn

Um námskeiðið:
Þátttakendur búa til Íslandseggið úr Nóa síríus rjómasúkkulaði en hægt er að setja t.d. sælgæti eða málshátt að eigin vali inní eggið. Einnig er búið til páskaegg sem að ekki er fyllt og er það aðeins minna.  Auk páskaeggjagerðar þá læra þátttakendur að tempra súkkulaði.

Allt hráefni fyrir í páskaeggjagerðina er innifalið í námskeiðsgjaldi,

Námskeiðin taka um 2 klst. og eru fyrir 14 ára og eldri.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér:
Svuntu.
Ílát fyrir páskaeggin.
Nammi eða glaðning (t.d hring), málshætti/orðsen­dingu sem á að vera inn í eggjunum. Gott er að miða við eitthvað létt nammi eins og Nóa Kropp eða sambærilegt.

Staðsetning: Í Vagninum góða: ChocolateTrailer við hliðina á Firði Hafnarfirði.

Smelltu hér til að sjá nákvæma staðsetningu

Leiðbeinendur:
Hinn geðþekki Hjalti Lýðsson sem er menntaður konditor og chocolatier frá Danmörku leiðbeinir þátttakendum á námskeiðinu, Hjalti er líklega sá Íslendingur sem að hefur einna mestu reynslu af því að búa til páskaegg en hefur hann unnið m.a. hjá A AXCO by Anton Berg, Michelin stjörnu stað í Danmörku.  Hjalti vann einnig sem framleiðslustjóri hjá Hafliða Ragnarsyni í nokkur ár og er einn af stofnendum SKÚBB ísgerð.

Halldór Kristján Sigurðsson sem leiðbeint hefur námskeiðum undanfarin 21 ár tengdum súkkulaði og fleiru.