Why We Buy

Um viðburðinn

Why We Buy: Science of Shopping


Why We Buy: Science of Shopping Ráðstefnan
#vævíbæ


Upplifðu einstakan dag með Paco Underhill & Martin Lindstrom, helstu smásölu- og vörumerkjasérfræðingum heims.

Heimur verslunar mun breytast meira á næstu fimm árum en hann hefur gert síðustu fimmtíu ár. Það sem gerir verslun góða árið 2014 er gjörólíkt því sem gerði verslun góða fyrir áratug.
Paco Underhill og Envirosell hafa rannsakað kauphegðun víða um heim í meira en 25 ár.
Í fræðandi og skemmtilegum fyrirlestri ræðir Paco hvaða þættir hafa áhrif á það hvað fólk kaupir bæði í búðum, á netinu og í öllu kaupákvörðunarferlinu. Hann mun varpa ljósi á þá fórnarkosti sem eru á milli nýmarkaða og þroskaðra markaða – og benda á lykiltækifæri og hugmyndir sem íslenskir og alþjóðlegir kaupmenn og markaðsmenn þurfa að veita athygli.

Viðskiptavinir eru tvær sekúndur að velja hverja vöru í innkaupakörfunni sinni. Mikilvægustu spurningar smásalans ættu að vera: Hvað fær viðskiptavininn til að velja vissar vörur, sleppa öðrum, og — það sem er kannski mikilvægast — ákveða að koma aftur í ákveðinn stórmarkað á hverjum degi. Í byltingarkenndri fimm ára Buyology-rannsókn Martins Lindstrom á kauphegðun, sem kostaði 7 milljónir dala og var sú stærsta í sögu taugamarkaðssetningar (neuromarketing), skannaði Lindstrom meira en 2000 neytendur með fMRI (heilasegulómun) og fékk djúpa innsýn í viðbrögð þeirra þegar þeir versla. Sú innsýn hefur ekki bara gerbreytt því hvernig markaðssetningar-, auglýsinga- og vörumerkjaheimurinn virkar í dag, heldur varpað ljósi á framtíð smásölu.

Í þessari einstöku kynningu mun Martin Lindstrom fræða áhorfendur um „Buyology“ heilans í okkur og fara yfir áhugaverð dæmi víða um heim, þ.m.t. hvernig niðurstöður Buyology-rannsókna hans gerðu honum kleift að snúa gengi smásölukeðju í Bandaríkjunum til betri vegar um leið og hann hannaði stórmarkað framtíðarinnar. Þið megið búast við hrífandi, áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestri, auk þess að fá innsýn sem mun breyta því hvernig þið byggið upp, stjórnið og þróið smásöluverslanir ykkar og vörumerki í framtíðinni.

DAGSKRÁ
11:30 - Húsið opnar. Hádegisverður frá Lemon (innifalið í verði)
12:30 - Ráðstefna sett
12:45 - Birkir Fannar Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Hálendisins
13:00   Valdimar Sigurðsson, dósent við Háskóla Reykjavíkur
13:30 - Martin Lindstrom: This is your Buyology: Surprising truths about why we buy
15:15 - Hlé
15:30 - Paco Underhill: Why We Buy: Science of Shopping
17:00 - Ráðstefnulok - veitingar í boði í anddyri

Nánari upplýsingar má finna á http://scienceofshopping.is