Sagnakvöld með Einari Kárasyni

Um viðburðinn

Einar Kárason rithöfundur og sagnamaður eys úr sagnabrunni sínum í Hannesarholti fimmtudagskvöldið 26.janúar kl. 20. Einar mun standa á miðju gólfi og segja sögur, af fólki sem hann hefur kynnst og ferðum sem hann hefur farið, meðal annars um sálarháska hans og föður hans vegna tóbaksleysis í verkfalli. Sögur um gaman og alvöru.

Fyrir þá sem það kjósa verður boðið uppá léttan kvöldverð frá kl.18.30 í veitingastofunum, borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is