Syngjum saman

Um viðburðinn

Klukkustundarlöng söngstund fyrir almenning, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Bræðrasynirnir Jóhann Vilhjálmsson og Gunnar Kr. Sigurjónsson stjórna söngstundinni að þessu sinni. Jóhann hefur verið í kórum allt frá blautu barnsbeini. Gunnar hefur spilað á hljómborð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina, jafnframt því að sinna útgáfustarfsemi og sýna töfrabrögð ýmiskonar. Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr. Veitingahúsið á hæðinni fyrir ofan er opið frá 11-17.