Páskaeggjanámskeið

Um viðburðinn

Viltu gera þitt eigið páskaegg? Þátttakendur búa til tvö páskaegg, þú getur sett þína eigin orðsendingu eða glaðning inn í eggið.

Páskaeggjagerð hjá Írisi Bakara
Búðu til þitt eigið páskaegg
Frábært námskeið sem engan svíkur

Um námskeiðið:

Þátttakendur búa til tvö egg, annað úr ljósum hjúp og hitt úr dökku súkkulaði.

Þátttakendur læra að tempra súkkulaðið, notað er súkkulaði frá Nóa Sírius.

Allt hráefni fyrir páskaeggið er innifalið í námskeiðsgjaldi. (ATH. auka nammi til að setja inn í eggin er ekki innifalið)

Námskeiðið er um 2 klst. og er frá kl: 18 – 20. Húsið opnar 17:45.

Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri.

Nemendur þurfa að hafa með sér:

Svuntu
Ílát fyrir páskaeggin.
Nammi eða glaðning (t.d hring), málshætti/orðsen­dingu sem á að vera inn í eggjunum. Gott er að miða við eitthvað létt nammi eins og Nóa Kropp eða sambærilegt.

Um leiðbeinandann

Íris sem er menntaður bakari og er yfirbakari hjá 17 sortum.

Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna í bakstri, meðal annars varð kaka hennar kaka ársins 2014.