Reykjavik Flight Safety Symposium

Um viðburðinn

Ráðstefnan “Reykjavik Flight Safety Symposium” verður haldin 4. apríl á Hotel Reykjavík Natura. Megin viðfangsefni eru flugöryggismál, vöktun eldstöðva, sanngirnismenning, innviðir flugvallakerfisins á Íslandi sem og fjarskipta- og leiðsögutækni innan íslenska flugstjórnarsvæðis. Innlendir og erlendir fyrirlesarar halda fróðleg erindi. Allir fyrirlestrar og umræður munu fara fram á ensku. Aðgangseyrir er hóflegur og er hádegishlaðborð innifalið í verði.