John Fogerty

Um viðburðinn

John Fogerty ásamt hljómsveit á tónleikum í Laugardalshöll 21. maí n.k.

John Fogerty gerði garðinn ansi frægan með Creedence Clearwater Revival sem söngvari, gítarleikari og helsti lagasmiður sveitarinnar.  Af þekktum lögum Creedence Clearwater Revival má nefna;  Fortunate Son, Who´ll Stop the Rain, Down on the Corner og Proud Mary.

Fogerty hefur ekki einungis samið Creedence Clearwater Revival lög því hann samdi til að mynda hinn ódauðlega slagara Rockin´ All Over the World sem Status Quo fluttu og allir ættu að þekkja.  Á tónleikaprógrammi Fogerty má m.a. finna alla helstu smelli Creedence Clearwater Revival.

Aðgöngumiðum verður skipt þannig í forsölu að helmingur þeirra verður í sætum í stúku Laugardalshallar og pöllunum fyrir neðan stúkuna. Hinn helmingurinn verður í standandi formi á gólfi Laugardalshallar.

Alls verða 4.000 aðgöngumiðar í boði á tónleika John Fogerty og hljómsveitar í Laugardalshöll 21. maí n.k.

Forsala aðgöngumiða hefst á midi.is og afgreiðslustöðum midi.is þriðjudaginn 18. mars kl. 10:00