Bob Dylan

Um viðburðinn

Stórtónleikar með Bob Dylan
Í Nýju Laugardalshöllinni

Concert er það mikill heiður að tilkynna hér með um sannkallaða stórtónleika með lifandi goðsögn; sjálfur Bob Dylan heldur tónleika í Laugardalshöll 26. maí.

Bob Dylan þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni enda hefur hann verið meiriháttar áhrifavaldur á menningu samtímans í fimm áratugi. 
Lög á borð við Like A Rolling Stone, Blowin' In the Wind, Knockin' On Heaven's Door, The Times They are A-Changin', Mr. Tambourine Man og Just Like a Woman eru meðal allra áhrifamestu, dáðustu og mest spiluðu tónverka sögunnar.

Dylan er í fantaformi þessa dagana og er að fá afbragðsgóða dóma og viðtökur á tónleikaferð sinni um heiminn. Víðast hvar flytur hann sína stærstu smelli og má búast við því að það sama verði upp á teningnum hérlendis.