Þráður 08

Um viðburðinn

Risa festival á Nasa

Sjónvarpsþátturinn Þráður er í fullum gangi á sjónvarpstöðinni SkífanTv. Þegar þeim er lokið eru tónleikar. Daganna 17-18-19 apríl verður  tónleikaveisla á Nasa. Flóran af bestu hljómsveitum þessa lands koma þar fram.

Veislan byrjar á fimmtudegi með Svölu Björgvins og hljómsveit hennar Steedlord þar á eftir er Sign og lokahljómarnir á fimmtudeginum eru svo í höndum strákana í Brain Police.

Föstudagurinn er Þannig skipaður fyrst á stokk stígur hljómsveitin Á móti sól, þar á eftir kemur Últramega technóbandið Stefán og President Bongo (gus gus) sér svo um að halda géstunum heitum fram eftir nóttu…

Á Laugardeginum  byrjum við með Hafdísi Huld, eftir henni koma svo strákarnir í xxx Rottweiler hundum og lokahnikkinn á þessari tónleikaveislu eiga svo strákarnir í Sprengjuhöllinni.

Kynnir á þessum kvöldum er Davíð Þór Jónsson, kenndur við Radíusbræður.

20 ára aldurstakmark.

Ath hægt er að kaupa miða á öll kvöldin saman og kostar hann 5.500 kr.