Innipúkinn 2010

Um viðburðinn

Tónlistarhátíðin Innipúkinn 2010
Ólgandi stemmning í Reykjavík um Verslunarmannahelgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í níunda skipti í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Hátíðin hefur komið víða við síðan hún var fyrst haldin árið 2002 - og fer nú annað árið í röð fram á fleiri en einum tónleikastað. Innipúkinn 2010 fer fram á tónleikastöðunum Sódóma og Venue, sem standa hlið við hlið á Tryggavötunni, og henta einkar vel til tónleikahalds og gamans. Auk þess verður dagskrá í Naustinu, milli Tryggavötu og Hafnarstrætis sem lokað verður fyrir bílaumferð. Þar verður meðal boðið upp á Pop Quiz, Coctail Zeit, tónlistarmarkað og ýmis skemmtiatriði.

Upplýsingar og dagskrá
Frekari upplýsingar: Facebook síða Innipúkans
Armbönd & aðgangur
Keyptir 3-daga aðgöngumiðar á Innipúkann má skipta fyrir armband á tónleikastöðunum, frá og með fyrsta tónleikakvöldinu (20.00-00.00 öll tónleikakvöld), og í versluninni Havarí, Austurstræti 16. Armband á Innipúkann veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar, svo lengi sem húsrúm leyfir.

DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar)
VENUE - Föstudagur 30. júlí
21:00 - Sóley
22:00 - Markús & The Diversion Sessions
23:00 - Of Monsters andn Men
00:00 - Me, The Slumbering Napoleon
01:00 - Ojba rasta

SÓDÓMA - Föstudagur 30. júlí
22:30 - Lára
23:30 - Lay Low
00:30 - Árstíðir
01:30 - Útidúr
02:30 - Orphic Oxtra
---
VENUE - Laugardagur 31. júlí
20:30 - Snorri Helgason
21:30 - My Summer as a Salvation Soldie
22:30 - Stafrænn Hákon
23:30 - Morðingarnir
00:30 - Quardoplus

SÓDÓMA - Laugardagur 31. júlí
21:00 - Kristín
22:00 - Pascal Pinon
23:00 - Nóra
00:00 - Mr. Silla
01:00 - Evil Madness
02:00 - Nóló
---
VENUE - Sunnudagur 1. ágúst
20:00 - Formaður Dagsbrúnar
21:00 - Sin Fang
22:00 - Hudson Wayne
23:00 - Moses Hightower
00:00 - Æla

SÓDÓMA - Sunnudagur 2. ágúst
20:30 - Heavy Experience
21:30 - Diddi Fel
22:30 - Berndsen
23:30 - Raggi Bjarna & hljómsveit
01:00 - Retro Stefson

Í fyrra seldist upp og því hvetjum við, skipuleggendur hátíðarinnar, alla til að tryggja sér miða í tíma.

20 ára aldurstakmark
Armbönd á hátíðina þarf að sækja í Havarí, Austurstræti 6..