Eistnaflug 2012

Um viðburðinn

Millifótakonfekt kynnir í samstarfi við Kraum, Flugfélag Íslands, Menningaráð Austurlands , Flytjanda, Fjarðarbyggð og ÖlgerðinaEistnaflug 2012 sem haldið verður í áttunda sinn í Egilsbúð, Neskaupstað.

Hátíðin verður dagana 12 – 14 júlí og gildir miðinn á hátíðina öll kvöldin. Í ár spila 42 hljómsveitir  þar af tvær erlendar ásamt plötusnúðnum Dj Töfra sem mun loka helginni með stórbrotnum dansleik að lokinni dagskrá aðfaranótt sunnudags.

Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.eistnaflug.is

Dagskrá hefst fimmtudaginn 12. Júlí kl 15:00 og stendur til aðfaranótt sunnudags.

18 ára aldurstakmark.