Seth Godin

Um viðburðinn

Markaðsgúrúinn sjálfur, Seth Godin, er á leið til Íslands! Tekst þér að tryggja þér miða?

Seth Godin er eitt stærsta nafnið í markaðs- og viðskiptaheiminum í dag. Hann er einstaklega eftirsóttur fyrirlesari og eru það örfáir fyrirlestrar sem hann tekur að sér utan Bandaríkjanna. Reyndar hefur hann ekki tekið að sér að halda fyrirlestur í Evrópu síðastliðin 2 ár og er þetta því einstakur viðburður í Evrópu.

Í erindi sínu, Invisible or Remarkable?, mun Seth Godin fjalla um mikilvægi þess að fyrirtæki tileinki sér skapandi hugsun í starfsemi sinni og skapi sína “fjólubláa kú” gagnvart viðskiptavinum –þ.e. að fyrirtækin bjóði viðskiptavinum sínum upp á eitthvað alveg sérstakt sem er eftirtektarvert. Seth sýnir fram á kosti þess að nálgast hluti með skapandi og óvenjulegum hugsunahætti með að segja frá raunverulegum dæmum fyrirtækja. Dæmi sem sýna hvernig þessi nálgun hafi gerbreytt viðskiptahugmyndum og viðskiptaháttum fyrirtækjanna sem hefur leitt til þess að þau hafi náð undraverðum árangri. Seth mun ræða um það hvernig hugmyndir breiðast út, afhverju það skiptir máli hvað fyrirtæki segja, afhverju það borgar sig að koma fram við viðskiptavini af virðingu, og hvernig ákvarðanir varðandi þetta allt og meira til ákvarðar hvort fyrirtæki verði ósýnileg eða eftirtektaverð.

Magnús Scheving er frumkvöðull, rithöfundur, framleiðandi og margverðlaunaður íþróttamaður. Magnús er stofnandi Latabæjar en hann hefur í yfir 20 ár unnið að því að kynna hugmyndafræðina á bakvið Latabæ um allan heim, ásamt því að byggja upp farsælt fyrirtæki. Magnús er aðalhöfundur og leikari í barnasjónvarpsþáttunum um Latabæ, sem hann einnig leikstýrir. Í dag er Latibær sýndur í fjölda landa víðs vegar um heiminn,og hefur fengið mikið hrós fyrir jákvæða heilbrigðishvatningu. Magnús er einnig eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi erlendra ríkisstjórna. Erindi Magnúsar ber heitið The Power of being Lazy.

George Bryant er einn stofnanda Brooklyn Brothers en það er alþjóðleg markaðsstofa sem leggur áherslu á að finna nýstárlegar og hugmyndaríkar leiðir fyrir fyrirtæki til að ná til neytenda. Neytendavenjur hafa verið að breytast hratt og áskorunin að ná athygli fólks sífellt stærri. George segist vera með áráttu fyrir því að finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir. George er mjög ráðsnjall og hugmyndaríkur enda sækja mörg af sterkustu vörumerkjum heims í starfskrafta hans. Hann hefur yfir 20 ára reynslu á að vinna með mjög sterkum en ólíkum en vörumerkjum, allt frá Apple til Ólympíuleikana, frá Orange til Being John Malkovich. George segist einnig vera virkilega heillaður af Íslandi, svo heillaður að það megi næstum því teljast vera óheilbrigt. Hann hefur heimsótt Ísland yfir þrjátíu sinnum og ávallt fyllast innblæstri og fara héðan endurnærður. Erindi George ber heitið People Power. Why the most powerful tool in business is the one you can't buy. Us.

Dagskrá
8.40 - Húsið opnar
9.00 – 9.10 - Ráðstefna sett
9.10 – 9.40 - George Bryant: People Power. Why the most powerful ...
9.45 – 10.15 - Magnús Scheving: The Power of being Lazy.
10.15 – 10.30 - Hlé
10.30 – 12.00 - Seth Godin: Invisible or Remarkable?
12.00 - Lok ráðstefnu