Evrópumót í hópfimleikum.

Um viðburðinn

Evrópumótið í hópfimleikum 2014
Eruð þið búin að tryggja ykkur miða á stærsta fimleikaviðburð ársins. 

Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014 verður haldið í Reykjavík 15. - 18. október, þar sem 42 lið frá 14 þjóðlöndum koma saman í Laugardalnum og keppa um hina eftirsóttu Evrópumeistaratitla.  

Mótið er stærsti innanhúss íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi en á hverjum tíma munu um 4.000 manns geta fylgst með mótinu úr sérinnfluttri stúku sem mynda stuðningsmanna gryfju í frjálsíþróttahöllinni. Hópfimleikar njóta sívaxandi vinsælda enda sameinast þar kraftmikil tónlist, stílhreinn dans, ævintýranleg stökk og einstakur liðsandi.

Við þurfum ykkar stuðning við að hvetja fimleikahetjurnar okkar til dáða þar sem íslenska kvennaliðið, og íslenska U17 stúlknaliðið eiga titil að verja. Athugið að takmarkað framboð verður á miðum, því erlendar þáttökuþjóðir eiga frátekinn um helming miðanna.

Við viljum troðfylla höllina og skapa í sameiningu ógleymanlega stemningu. 

Dagskrá:

Mið. 15. okt. 17:00 - 22:00 setningarathöfn, undanúrslit U17
Fim. 16. okt. 16:00 - 22:00 undanúrslit fullorðinna
Fös. 17. okt. 15:30 - 22:00 úrslit U17
Lau. 18. okt. 11:00 - 18:00 úrslit fullorðinna

Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá ykkur fara.