Borgunarbikar karla

Um viðburðinn

ÍBV og FH leika í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli laugardaginn 12. ágúst. ÍBV vann Stjörnuna í undanúrslitum 1-2 og FH komst áfram eftir 1-0 sigur á Leikni R.
Liðin hafa mæst einu sinni áður í sumar og lauk þeim leik með 0-1 sigri FH.
ÍBV hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 1998. ÍBV lék einnig til úrslita í Borgunarbikarnum í fyrra, þá gegn Val.
FH-ingar hafa tvisvar sinnum orðið bikarmeistarar, síðasta árið 2010 þegar liðið sigraði KR í úrslitaleiknum 4-0.
ÍBV og FH hafa einu sinni áður mæst í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en það var árið 1972. ÍBV hafði betur 2-0 í þeim leik.

Verð fyrir 17 ára og eldri er 2.000 kr.
Verð fyrir börn á aldrinum 11-16 ára er 500 kr.
Ókeypis fyrir börn 10 ára og yngri.