Borgunarbikar kvenna

Um viðburðinn

Stjarnan og ÍBV leika í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 9. september nk. Stjarnan vann Val í undanúrslitum og ÍBV komst áfram eftir sigur gegn Grindavík.
Liðin hafa mæst tvisvar í sumar og lauk báðum leikjum með jafntefli.
Stjarnan hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2015 þegar liðið lagði Selfoss 2-1.
ÍBV hefur einu sinni orðið bikarmeistari en það var árið 2004. ÍBV sigraði þá Val 2-0