The Price of Fairness

Um viðburðinn

TJARNARBÍÓ 11. mars 2017 kl. 16

„Hvað kostar sanngirni?“ – pallborðsumræður og heimildarmynd eftir Alex Gabbay sem hefur framleitt fyrir BBC, Al Jazeera og fl.

Af hverju samþykkjir fólk gríðarlega mismunun og ójöfnuð? Þetta er ein aðalspurningin sem heimildarmyndin „Hvað kostar sanngirni?“ snýst um. 

Komið er við í þorpum á Indlandi og við sögu koma félagsfræði rannsóknir í Noregi sem gefa til kynna að fólk sé tilbúið að sætta sig við mun meiri mismunun og ójöfnuð heldur en við myndum vilja viðurkenna. Í Atlanta eru skoðaðar rannsóknir á sanngirnisvitund apa. Í Costa Rica og á Íslandi eru tilraunir til þess að hreyfa hagkerfið í átt til meiri sanngirni skoðaðar.  Hvað er sanngirni og hvað þarf til að hreyfa samfélag í átt til meiri sanngirni?

Viðburðurinn hefst kl. 16.00 „Hvað kostar sanngirni“ verður sýnd og síðan taka pallborðsumræður við.

Pallborðsumræður:  Samfélagsværingar, möguleg áhrif heimildarmynda á samfélag og sanngirni.

Professor Jón Gunnar Bernburg – félagsfræði Háskóla Íslands
Eileen Jerrett – frumkvöðull í heimildarmyndagerð að mati Harvard University
Hákon Már Oddsson – kvikmyndagerðarmaður
Snorri  Kristjánsson –  fjölmiðlafræðingur
OG Alex Gabbay – framleiðandi  -  Finnur Þ. Gunnþórsson leiðir pallborðið