Baby Driver

Lýsing

Baby (Ansel Elgort) er ungur og efnilegur strákur sem hefur það hættulega starf að keyra glæpamenn burt frá vettvangi. Hann leikur eftir eyranu og ætlar sér að verða bestur í bransanum. Þegar hann hittir stelpu (Lily James) sem reynist vera allt sem hann þráði sér hann tækifæri til að leggja glæpaferilinn til hliðar og komast undan. En hann er þvingaður til að vinna fyrir valdamikinn óþokka (Kevin Spacey) og er neyddur til að taka þátt í hættulegu verkefni sem ógnar lífi hans, ást og frelsi, sem gæti orðið hans svanasöngur.

Baby Driver er afburðasnjöll glæpamynd sem á velgengni sinni því að fagna að leikstjórinn Edgar Wright sníðir uppbygginguna að frábærri tónlist. Ansel Elgort er nógu þokkafullur og töff fyrir titilhlutverkið Baby og atburðarásin parar sig við undirleikinn á ótrúlegan hátt. - IGN 

Í Baby Driver færir leikstjórinn Edgar Wright verk sín upp á hærra stig. Aðeins tíminn getur sagt til um hvort myndin fái jafn merkan sess og Shaun of the Dead eða Scott Pilgrim, en hún er í það minnsta besta myndin sem Wright hefur nokkurn tímann gert. - HEYUGUYS (5 stjörnur af 5)

Leikstjórn: Edgar Wright
Handrit: Edgar Wright
Leikarar: Ansel Elgort, Lily James & Jon Hamm

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar

Laugarásbíó

Laugarási

Fös 28.07 Lau 29.07 Sun 30.07 Mán 31.07 Þri 01.08 Mið 02.08 Fim 03.08
Kl. 22:20 Kl. 22:20 Kl. 22:20 Kl. 22:20 Kl. 22:20

Smárabíó

Smáralind, 200 Kópavogur

Fös 28.07 Lau 29.07 Sun 30.07 Mán 31.07 Þri 01.08 Mið 02.08 Fim 03.08
Kl. 22:45 Kl. 22:45 Kl. 22:45 Kl. 22:45 Kl. 22:45

Háskólabíó

Við Hagatorg, 107 Reykjavík

Fös 28.07 Lau 29.07 Sun 30.07 Mán 31.07 Þri 01.08 Mið 02.08 Fim 03.08
Kl. 21:00 Kl. 21:00 Kl. 21:00 Kl. 21:00 Kl. 21:00