21 nótt með Pattie

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Það er hásumar og Caroline, fertug húsmóðir í París, ferðast til lítils þorps í Suður-Frakklandi. Hún þarf að skipuleggja með hraði útför móður sinnar, hviklynds lögfræðings, sem hún átti engin samskipti við undir það síðasta. Konan sem tekur á móti Caroline heitir Pattie en hún hefur unun af að segja frá ástarævintýrum sínum með mönnunum í sveitinni. Þegar allir í sveitinni eru uppteknir við að undirbúa árlegan ágústdansleik hverfur lík móðurinnar á dularfullan hátt. 

Spennandi gamanmynd, ný mynd Larrieu bræðranna er saga um óvænta jarðarför, sem smám saman snýst upp í stórfyndinn gamanleik, þar sem takast á ýmsar andstæður, án þess að verða ofbeldisfull eða dónaleg.

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar