Fatíma

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Fatíma býr ein með tveimur dætrum sínum: Souad, 15 ára unglingi í uppreisn og Nesrine, 18 ára, sem er að hefja nám í læknisfræði. Fatíma talar litla sem enga frönsku sem þvælist fyrir samskiptum við dæturnar. Þær eru stolt hennar og lífsfylling en eru henni einnig til mæðu. Til að sjá fyrir sér og dætrum sínum vinnur Fatíma við þrif, í vaktavinnu. Dag einn, verður hún fyrir því óhappi að detta niður stiga. Í veikindaleyfi sínu hefst Fatíma handa við að skrifa á arabísku til dætra sinna, allt það sem henni hefur ekki tekist að segja á frönsku fram til þessa.

Philippe Faucon teiknar upp mynd af einstæðri móður tveggja dætra, og fjallar um sjálfsmynd og reisn. Kvikmynd sem er laus við væmni en húmanísk. 

Leikstjórn: Philippe Faucon
Leikarar: Kenza Noah Aiche, Soria Zeroual, Zita Hanrot

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar