Fram, fram fylking

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Steve Guibord spilaði íshokkí áður fyrr en situr nú sem óháður þingmaður á þingi Norður-Québec. Atvikin haga því svo að atkvæði hans ræður úrslitum í stórmáli á þingi: Á kanadíski herinn að skerast í leikinn í Austurlöndum nær? Það er fast lagt að honum úr öllum áttum. Konan hans er sú eina sem stendur með honum í að taka til vopna, dóttir hans er á bandi friðarsinna. Til að átta sig á hvernig hann eigi að snúast við fer hann í yfirreið um kjördæmið ásamt Souverain, glöggskyggnum stúdent í stjórnmálavísindum frá Haítí sem er í starfsnámi hjá honum. Á ferðinni verða á vegi þeirra ýmsir andstæðingar: námuverkamenn, vörubílstjórar og fólk af ættbálki indíána.

Philippe Falardeau er leikstjóri og handritshöfundur frá Québec í Kanada. Þessi mynd hans er pólitísk háðsádeila sem skopast að veðrabrigðum í pólitík, lausbeisluð og spéleg dæmisaga um stjórnmál sem leikararnir túlka af lífi og sál. Myndin hefur verið sýnd í Bandaríkjunum og í Þýskalandi við afar góðar undirtektir.

Leikstjórn: Philippe Falardeau
Leikarar: Suzanne Clément, Patrick Huard, Clémence Dufresne-Desliéres

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar