Hún

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Michèle stýrir stóru fyrirtæki á sama hátt og einkalífinu: með engum vettlingatökum. Líf Michèle tekur skyndilegum breytingum þegar ókunnugur maður ræðst á hana á hennar eigin heimili. Michèle lætur ekki bugast og reynir að komast að því hver árásarmaðurinn er. Í kjölfarið upphefst undarlegur leikur á milli þeirra tveggja. Leikur sem gæti endað með ósköpum. 

Elle hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna, svo sem Gullpálmans á Gannes, og hefur unnið til margra. Meðal annars hreppti hún Critics’ Choice verðlaun fyrir Bestu erlendu mynd. Hún er einnig tilnefnd til Golden Globe verðlauna bæði fyrir Bestu erlendu mynd og Bestu leikkonu í dramaflokki en þau verðlaun fara fram 8. janúar næstkomandi.

„[Myndin] er svið fyrir hina undraverðu og nánast skelfilegu hæfileika Isabelle Huppert. Hún er á skjánum nánast hverja einustu sekúndu og gerir mikið fyrir hin töfrandi áhrif sem myndin hefur“ – New York Times

„Elle þvertekur fyrir það að hleypa inn nokkru sem gæti mögulega verið túlkað sem kvenhatur, allt frá upphafshögginu að óvænta endinum. Mynd Verhoeven er líkt og bál sem kryfur til mergjar og hæðist að hinu óheilaga bandalagi milli kynlífs og ofbeldis. Útkoman er djöfullega fyndin og grimmilega ógeðfelld. Gjörið svo vel.“ – Rolling Stone (3,5 stjörnur af 4)

Leikstjórn: Paul Verhoeven
Leikarar: Anne Consigny, Laurent Lafitte, Isabelle Huppert

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar