Kúrekarnir

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Alain er máttarstólpi samfélags síns einhversstaðar á víðernum Austur-Frakklands. Hann dansar við Kelly, 16 ára dóttur sína, og kona hans og sonurinn Kid horfa hugfangin á. Seinna sama dag hverfur Kelly. Fjölskyldan missir fótana. Í kjölfarið fer Alain að leita dóttur sinnar og fórnar um leið ást fjölskyldu sinnar og alls þess sem hann átti. Hann kynnist ys heimsins. Í þessari veröld á hverfanda hveli er hans eina stoð Kid, sonur hans, sem hann teymir með sér í leit án enda. 

Í þessari fyrstu mynd sinni dregur Thomas Bidegain, handritshöfundurinn sem hefur unnið mikið með Jacques Audiard, upp undraverða fjölskyldumynd þar sem mismunandi stefnur og landssvæði vegast á. 

Leikstjórn: Thomas Bidegain
Leikarar: Francois Damiens, Finnegan Oldfield, Agathe Dronne

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar