Snjór og Salóme

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Stórskemmtileg saga um óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau Salóme og Hrafn hafa átt í on/off-sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu, Ríkeyju, og hún flytur inn breytist allt og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni. 

Snjór og Salóme er nýjasta mynd Sigurðar Antons Friðþjófssonar sem gerði myndirnar Webcam og Ísabellu. Eins og í Webcam eru það þær Anna Hafþórsdóttir og Telma Huld Jóhannesdóttir sem fara með tvö stærstu kvenhlutverkin en í hlutverki Hrafns er Vigfús Þormar Gunnarsson. Margar eftirminnilegar persónur koma fyrir og hafa ólík áhrif á atburðarásina sem gerir myndina að raunsæjum og athyglisverðum glugga inn í líf þessara ungu Reykvíkinga.

Leikstjórn: Sigurður Anton
Leikarar: Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar