Blár apríl styrktarsýning: Strumparnir

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Sérstök styrktarsýning verður haldin á nýju Strumpamyndinni laugardaginn 22. apríl kl. 12 í Smárabíói. 500 kr. af hverjum seldum miða rennur til málefnisins Blár apríl: Styrktarfélag barna með einhverfu.

Sýningin verður sérsniðin að þörfum barna með einhverfu; minni hávaði, ljósin ekki alveg slökkt og engin önnur sýning verður í gangi í bíóinu á sama tíma. Ekkert hlé verður á sýningunni.

Strumparnir: Gleymda þorpið sýnir okkur alveg nýja hlið á Strumpunum. Strympa og félagar hennar, Gáfnastrumpur, Klaufastrumpur og Kraftastrumpur finna dularfullt landakort sem leiðir þau í æsispennandi kapphlaup í gegnum dularfullan skóginn. Á leiðarenda bíður þeirra stærsta leyndarmál í sögu Strumpanna! 

Myndin er með íslensku tali.

Leikstjórn: Kelly Asbury
Leikarar: Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Örn Árnason, Salka Sól Eyfeld, Guðjón Davíð Karlsson, Ævar Þór Benediktsson, Orri Huginn Ágústsson

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar