Kingsman: The Golden Circle

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Matthew Vaughn er sestur aftur í leikstjórastólinn til að stýra framhaldinu af Kingsman: The Secret Service, kvikmynd sem blés nýju lífi spæjarasögurnar fyrir næstu kynslóð áhorfenda og velti hvorki meira né minna en 414,5 milljónum USD. Taron Egerton, Colin Firth og Mark Strong eru mættir aftur til leiks og fengið stjörnuleikara á borð við Julianne Moore, Channing Tatum, Jeff Bridges, Halle Berry og Pedro Pascal til liðs við sig. Einnig hefur það verið staðfest að hinum eina sanna Elton John bregði fyrir! 

Í Kingsman: The Golden Circle þurfa söguhetjurnar að bregðast við nýrri ógn. Þegar höfuðstöðvar Kingsman eru lagðar í rúst og heimurinn tekinn í gíslingu komast Eggsy og Merlin að því að til eru háleynileg njósnasamtök í Bandaríkjunum, Statesman, sem stofnuð voru á sama degi og Kingsman. Fylkingarnar þurfa að taka höndum saman í þessu nýja ævintýri til að yfirbuga sameiginlega óvininn og bjarga heiminum ... Eggsy er reyndar orðinn alvanur því.

Leikstjóri: Matthew Vaughn
Handrit: Jane Goldman & Matthew Vaughn
Leikarar: Taron Egerton, Colin Firth & Mark Strong

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar