Ópera: Tosca

Lýsing

Í þessari spennandi óperu Puccinis finnurðu drama, ástríðu og dásamlega tónlist. Dan Ettinger stýrir tónlistinni og hefur fengið helstu stjörnur óperuheimsins til að fara með hlutverkin, þar á meðal eru Adrianne Pieczonka, Joseph Calleja og Gerald Finley.

Hvellir opnunarhljómarnir töfra fram veröld þar sem pólitískt ójafnvægi ríkir og hætta steðjar að. Leikstjórinn Jonathan Kent nær að fanga pólitíska ólgu sem einkenndi Róm um aldamótin 1800. 

Kertaljós lýsir upp kirkjuna þar sem dimm setustofa Scarpia geymir falinn pyndingarklefann og falska óskhyggjuna um rómverska dögun. Lögregluforinginn Scarpia, einn af verstu illmönnum óperuhefðarinnar, gengur berserksgang og misþyrmir óvinum ríkisins. Dimm og drungaleg tónlistin sem honum fylgir myndar andstæðu við víðar melódíur elskhuganna Toscu og Cavaradossi sem tjá ást sína með himneskum aríum – þeirra á meðal eru „Vissi d‘arte“ og „E lucevan le stelle“. Þetta verk Puccinis var frumflutt árið 1900 og sló samstundis í gegn. Það er ekkert skrítið að ópera sem hefur svo grípandi söguþráð og stórfenglega tónlist sé ein af mest fluttu óperum allra tíma!

Verkið er um það bil 3 klukkustundir að lengd með tveimur hléum.
Óperan er sungin á ítölsku og sýnd með enskum texta.

Tónlist - GIACOMO PUCCINI
Leikstjóri - JONATHAN KENT
Hljómsveitarstjóri - DAN ETTINGER

FLORIA - TOSCA ADRIANNE PIECZONKA
MARIO - CAVARADOSSI JOSEPH CALLEJA
SCARPIA LÖGREGLUSTJÓRI - GERALD FINLEY

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar

Háskólabíó

Við Hagatorg, 107 Reykjavík

Mið 07.02 Fim 08.02 Fös 09.02 Lau 10.02 Sun 11.02 Mán 12.02 Þri 13.02
Kl. 19:15