Three Billboards Outside Ebbing, Missour

Lýsing

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri er kolsvart gamandrama frá Óskarsverðlaunahafanum Martin McDonagh (In Bruges). Hér segir frá Mildred Hayes (Frances McDormand), fráskilinni móður sem hefur ekki enn jafnað sig á hrottalegu morði sextán ára dóttur sinnar. Sjö mánuðir eru nú liðnir síðan atvikið átti sér stað og hafa ekki enn fundist neinar ábendingar eða sannanir um afbrotamann. 

Mildred er orðin langþreytt á aðgerðarleysi lögreglunnar í smábænum Ebbing í Missouri, þannig að hún tekur djarfa ákvörðun og stillir upp þremur skiltum við bæjarmörkin, með umdeildum skilaboðum handa lögreglustjóranum William Willoughby (Woody Harrelson). Lögreglumennirnir kunna ekki við það að láta hafa sig að fíflum og brátt fer spennan að magnast upp á milli Mildred og yfirvaldsins, með léttgeggjaðri en sömuleiðis átakanlegri útkomu.

Með önnur hlutverk fara Sam Rockwell, John Hawkes, Peter Dinklage og Abbie Cornish. 

Myndin er tilnefnd til 6 Golden Globe verðlauna, fyrir bestu mynd, bestu leikkonu í aðalhlutverki (McDormand), besta leikara í aukahlutverki (Rockwell) bestu leikstjórn, besta handrit og bestu frumsömdu tónlistina.

Leikstjórn: Martin McDonagh
Leikarar: Frances McDormand, Woody Harrelson, Sam Rockwell


Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar

Háskólabíó

Við Hagatorg, 107 Reykjavík

Fös 23.02 Lau 24.02 Sun 25.02 Mán 26.02 Þri 27.02 Mið 28.02 Fim 01.03
Kl. 20:50 Kl. 17:50 Kl. 17:50 Kl. 17:50 Kl. 17:50 Kl. 17:50
Kl. 20:40 Kl. 20:40 Kl. 20:40 Kl. 20:40 Kl. 20:40