Í samhengi við stjörnurnar

Um viðburðinn

Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne

Hverri ákvörðun fylgja óendanlegir möguleikar og ein leið getur útilokað aðra.

María og Ragnar hittast í grillveislu hjá sameiginlegum vini og á milli þeirra verður tenging. Síðan ekki söguna meir, nema þau kíki á barinn eftir á? Kannski eiga þau nótt saman, kannski heila ævi.

Leikritið Í samhengi við stjörnurnar (e. Constellations) kom öllum á óvart með einlægni sinni og frumleika og sló í gegn á West End í London og á Broadway í New York. Höfundurinn Nick Payne byggir leikritunarformið á lögmálum skammtafræði og afstæðiskenningar.

Verkið verður sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í vor í Tjarnarbíó og mun ferðast um landið haustið 2017.

Leikstjóri og þýðandi Árni Kristjánsson
Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Frumsamin tónlist Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Ljósahönnun og tækni: Hafliði Emil Barðason
Aðstoðarleikstjórn: Ólafur Ásgeirsson
Leikarar Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson
Constellations by Nick Payne presented by arrangement with Nordiska ApS - Copenhagen

www.lakehousetheatre.com