Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+

Um viðburðinn

Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+ 

Sýningin býður upp á lauflétt innlit í tískuheim liðinnar aldar frá 1890 - 1990. Frá krínólíni til rasspúða, frá efnislitlum Charleston-kjólum til tjull-kjóla í ætt við rjómatertur og konfektkassa, frá „the little black dress“ til Hagkaupssloppsins.

Hópurinn Leikhúslistakonur 50+ er skipaður listakonum úr leikhúsheiminum sem búa yfir fjölbreyttri reynslu af listsköpun í leikhúsi og hafa starfað saman í Iðnó frá haustinu 2014.

Sýningin Konur og krínólín var frumsýnd 17. júní fyrir troðfullu húsi og sló rækilega í gegn. Nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á þrjár sýningar á þessu stórsnjalla verki, svo fleiri getið notið þess.

Þær sem taka þátt og eiga hlut í sýningunni eru: Ásdís Magnúsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Elín Edda Árnadóttir, Guðbjörn Thoroddsen, Guðrún Þorvarðardóttir, Helga Björnsson, Ingveldur E. Breiðfjörð, Júlía Hannam, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín B. Thors, Lilja Þórisdóttir, María Reyndal, María Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Rósa Guðný Þórisdóttir, Salvör Aradóttir og Vilborg Halldórsdóttir.