Kvennaráð

Um viðburðinn

Kvennaráð eftir Sellu Páls verður frumsýnt í Iðnó þann 17. sept. 2017. Sveinn Einarsson leikstýrir en hann hefur leikstýrt yfir 100 leiksýningum heima og erlendis, og verður Kvennaráð líklega síðasta sýningin sem hann setur upp. Þann 18. september á Sveinn afmæli og verður sýningin það kvöld til heiðurs honum.

Leikritið Kvennaráð fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Samband hennar við einkadótturina, forstjórann Birnu, er þvingað vegna tengdasonarins sem ekkjan grunar um græsku. Er ekkjan fer að taka á eigin málum bregst Birna illa við og ásakar hina víetnömsku heimilishjálp Kim um samsæri. En þegar Birna þarf a glíma við örðugar aðstæður koma móðir hennar og Kim henni á óvart.

Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Höfundur: Sella Páls
Leikarar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo
Búninga og sviðshönnuður: Helga Björnsson
Aðstoðarleikstjóri og tæknimaður: Haukur Valdimar Pálsson
Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson
Hvíslari: Soffía Jakobsdóttir

Uppsetning á leikritinu er styrkt af Reykjavíkurborg.
Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir uppsetningunni.

Frumsýning kl. 16 sunnudaginn 17. sept.
Sýning til heiðurs Sveini Einarssyni 18. sept kl. 20
Miðaverð 3000 kr.