FRAMLEIÐENDURNIR - Söngleikur Verzlunarskóla Íslands 2018

Um viðburðinn

Lea Bloom er endurskoðandi sem hatar vinnuna sína og dreymir um að vera framleiðandi og framleiða söngleiki á Broadway. Einn daginn fer hún að endurskoða bókhaldið hjá Broadway-framleiðandanum Max Bialystock. Hann var áður fyrr álitinn konungur Broadway en núna floppa allar sýningarnar hans. Þegar Lea skoðar bókhaldið uppgötvar hún að undir réttum kringumstæðum gæti framleiðandi hagnast meira á sýningu sem floppar en sýningu sem slær í gegn. Max grípur gæsina og dregur Leu með sér í ferðalag að finna versta leikritið, versta leikstjórann, verstu leikarana og sjálfur ætlar hann að múta gömlum konum til að safna tveimur milljónum dollara. Saman stefna Max og Lea að því að setja upp gulltryggt flopp á Broadway. Af stað fer viðburðarík atburðarás sem inniheldur æstan nasista, steríótýpíska samkomu samkynhneigðra, gullfallega sænska stúlku og tugi gamalla, kynlífsþyrstra kvenna.

Framleiðendurnir, eða The Producers, er Broadway-söngleikur frá árinu 2001 eftir Mel Brooks. Söngleikurinn er byggður á samnefndri bíómynd frá 1968 sem var endurgerð árið 2005.

Leikstjórn, leikgerð og þýðing handrits
Vala Kristín Eiríksdóttir

Dansstjóri
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Söngstjóri
Margrét Eir Hönnudóttir

Nefndina skipa:
Máni Huginsson (formaður) - manhug@verslo.is
Helga María Reynisdóttir (markaðsstjóri) - helmrey@verslo.is
Margrét Nilsdóttir (fjármálastjóri) - marnil@verslo.is
Björn Ármann Halldórsson
Eygerður Sunna Arnardóttir
Karen Jacobsen
Katrín Magnúsdóttir
Tómas Helgi Kristjánsson

Þýðing söngtexta
Birkir Blær Ingólfsson

Tæknistjóri
Juliette Louste

Ljósahönnun
Aron M. Ágústsson

Grafísk hönnun
Elmar Þórarinsson

Hljóðhönnun
Þórður G. Þorvaldsson