Stjörnustríð

Um viðburðinn

Thalía, leikfélag Menntaskólans við Sund, kynnir með stolti Söngleikinn Stjörnustíð.

Söngleikurinn er byggður á kvikmynd Georg Lucas frá árinu 1977 og segir frá bóndadrengnum Loga Geimgengli sem kynnist Jedi riddaranum Óbi Wan Kenóbí og saman bjarga þau, ásamt fleirum, hinni fögru Lilju prinsessu frá hinum illa drottnara Stjörnuveldisins, Svarthöfða. Einnig koma við sögu Jedi meistarinn Yoda, smyglarinn Hans Óli og síðast en ekki síst vélmennin C3PO og R2D2. Í þessu stórkskemmtilega leikriti ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Inn á milli hádramatísks leiks má finna hnyttna brandara, grípandi lög og glæsilega dansa.

Söngleikurinn Stjörnustríð má ekki fara framhjá neinum sem hefur gaman að því að skemmta sér og hlusta á góða tónlist.

Leikstjórn: Halldór Gylfason og Orri Huginn Ágústson
Danshöfundur: María Fortescue
Tónlistarstjóri: Albert Haukson