Ævintýr - Þrígaldur þursavænn

Um viðburðinn

Ævintýr / Þrígaldur þursavænn
- Tveir gjörningar eftir Magnús Pálsson

Í Þrígaldri þursavænum er leitast við að koma til skila þeirri tilfinningu að atburðir gerist fyrir utan sjónarsvið okkar þessa stundina. Í verkinu er einnig reynt á nærveru einnar persónu athafnalausrar á sviðinu um nokkurn tíma og innkomu og dvöl annarrar persónu sem líka er þögul og athafnalaus. Hvað gerist í athafnaleysinu? Hver er merking þess að svið standi autt um óþægilega langan tíma?
Verkið var frumflutt á menningarnótt árið 2000.  Hér er það flutt í útfærslu nemenda Listaháskóla Íslands.

Stjórnandi: Ingibjörg Magnadóttir
Aðstoðarstjórnandi: Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir

Gjörningarnir eru hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa, sem er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Reykjavíkur.