Einsemd: steypa

Um viðburðinn

Einsemd: steypa
- Gjörningur eftir Magnús Pálsson

Einsemd: steypa er nýtt verk, byggt á verkinu The Anti-Society League Concert frá árinu 1980. Þungarokkshljómsveitin MUCK heldur tónleika í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur en að tónleikunum loknum verður rýmið sem tónlist þeirra fyllti, steypt í gifs. Titill verksins vísar í lag MUCK, I Stand Alone. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari, stýrir steypuverkinu.

Gjörningurinn eru hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa, sem er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Reykjavíkur.