Sprengd hljóðhimna vinstra megin - Stuna

Um viðburðinn

Sprengd hljóðhimna vinstra megin & Stuna á Listahátíð í Reykjavík
- Gjörningar eftir Magnús Pálsson

Sprengd hljóðhimna vinstra megin var flutt á Litla sviði Þjóðleikhússins í samstarfi við Alþýðuleikhúsið árið 1991. Nú verður kafli úr verkinu fluttur af sömu leikendum, þeim Arnari Jónssyni, Guðrúnu S. Gísladóttur, Kristbjörgu Kjeld, Eddu Arnljótsdóttur, Stefáni Jónssyni, John Speight og Guðnýju Helgadóttur. Stjórnandi er Þórunn S. Þorgrímsdóttir.

Stuna er nýr gjörningur eftir Magnús, frumfluttur á Listahátíð 2013. Verkið er byggt á ljóði Matthíasar Jochumsonar um Hallgrím Pétursson. Verkið er allt í senn, kórverk, innsetning, hreyfanlegur skúlptúr og orgelverk. Því er stýrt og það útfært fyrir kór af Herði Bragasyni og flutt af Nýlókórnum.

Gjörningarnir eru hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa, sem er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Reykjavíkur.