Konubörn

Um viðburðinn

KONUBÖRN:

FRÁBÆRT NÝTT LEIKRIT EFTIR SEX FLOTTAR STELPUR 


Einlægt fyndið og svo satt!
Tvímælalaust 5 stjörnu sýning „Harmageddon“

Hvað gerir maður við líf sitt þegar maður er hvorki barn né kona. Hvenær verður maður eiginlega fullorðin? Er það þegar maður hættir að borga barnagjald í sund,? eða þegar maður fermist?, eða þegar maður hættir að skammast sín fyrir að kaupa túrtappa? Eða er það  þegar maður er farin að nota orð eins og meðvirkni og  öll boð sem maður fer í eru með sushi og kampavíni og allir eru að tala um áhrif hrunsins. Sýningin sló í gegn á síðasta leikári og gekk fyrir fullu húsi fram á vor.

Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Höfundar og leikarar eru Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.